Fara í efni

Leyfisveitingar færðar til Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þann 30. júní 2015 voru samþykkt lög nr. 71/2015 um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993. Lögin mæla m.a. fyrir um breytingar á 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993.

Til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins er óheimilt að flytja til landsins ákveðnar landbúnaðarvörur, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma.

Þrátt fyrir 1. mgr. 10. gr. laganna er heimilt að leyfa innflutning á þeim vörum sem eru taldar upp í greininni.  Fyrir fyrrgreinda lagabreytingu gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út leyfi til innflutnings. Þurftu því umsækjendur að sækja um leyfi til innflutnings til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjendum að sækja um leyfi til innflutnings á neðangreindum vörum samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna til Matvælastofnunar. 

Vörurnar eru eftirfarandi: 

  • hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, bæði unnar og óunnar, hrá egg, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði, 
  • kjötmjöl, beinamjöl, blóðmjöl og fitu sem fellur til við vinnslu þessara efna,
  • hey og hálm, 
  • hvers konar notaðar umbúðir, reiðtygi, vélar, tæki, áhöld og annað sem hefur verið í snertingu við dýr, dýraafurðir og dýraúrgang, 
  • hvers konar notaðan búnað til stangveiða

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?