Fara í efni

Leiðbeiningar um listeríu til fyrirtækja sem framleiða matvæli tilbúin til neyslu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur birt nýjar leiðbeiningar um greiningar á Listeria monocytogenes (listeríu) í matvælum tilbúnum til neyslu.

Fyrirtæki sem framleiða „matvæli tilbúin til neyslu“ þurfa að leggja fram sýnatökuáætlun sem byggir á áhættumati framleiðandans m.t.t. listeríu.  Áhættumatið er mat á því hversu líklegt er að listería berist í matvælin og þá hver vaxtarskilyrði bakteríunnar eru á geymsluþolstíma vörunnar. Upplýsingarnar eiga fyrirtæki að nota til að flokka matvæli sem þau framleiða undir rétt matvælaöryggisviðmið m.t.t. listeríu. Þau skipast í grófum dráttum í þrjá megin áhættuflokka og nokkra undirflokka.

Leiðbeiningunum er ætlað að aðstoða matvælafyrirtæki við að flokka framleiðsluvörur sínar undir rétt matvælaöryggisviðmið, áætla tíðni og fjölda sýna og hvernig skuli bregðast við ef listería greinist í framleiðsluvörum eða vinnsluumhverfi.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?