Fara í efni

Leiðbeiningar um brauðbari í verslunum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í matvöruverslunum hefur brauðmeti ýmiskonar verið boðið til sölu óinnpakkað í sjálfsafgreiðslu. Brauðmeti flokkast sem „matvæli tilbúin til neyslu“  þ.e. matvæli sem fá enga meðhöndlun fyrir neyslu s.s. hitun eða skolun. Því er mikilvægt að meðhöndla þessi matvæli með það í huga og verja fyrir mengun eða hindra að þau spillist á einhvern hátt.

Matvælastofnun skal vinna að samræmingu krafna sem gerðar eru til starfsemi á sviði matvælaeftirlits og að slíkum kröfum sé framfylgt. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar þar sem settar eru fram viðmiðunarreglur stofnunarinnar um sölu á óvörðu brauðmeti í sjálfsafgreiðslu svo tryggt sé að þær séu þær sömu um land allt. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar bæði verslunum með brauðbari og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga sem hefur eftirlit með þeim. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?