Fara í efni

Kynningarfundur á Akureyri um nýja matvælalöggjöf

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Kynningarfundur fyrir matvælafyrirtæki og fiskvinnslur um nýja matvælalöggjöf verður haldinn á Akureyri mánudaginn 22. febrúar kl.14:30 – 16:30 í fundarsalnum Ánni á fjórðu hæð Alþýðuhússins að Skipagötu 14.


  Ný matvælalöggjöf tekur gildi 1. mars. n.k. Sérkröfur til búfjárafurða taka gildi 1.nóvember 2011. Kynningin er ætluð stjórnendum matvælafyrirtækja en samkvæmt skilgreiningu í löggjöfinni (Lög nr. 143/2009) er matvælafyrirtæki fyrirtæki eða einstaklingur sem rekur starfsemi í tengslum við framleiðslu, vinnslu eða dreifingu matvæla á einhverju stigi, hvort sem það starfar í ágóðaskyni eður ei, og hvort sem það er einkarekið eða opinbert fyrirtæki. 

Í lok kynningarinnar verður fjallað um sérkröfur til fisk og fiskafurða.

Dagskrá:


  • Af hverju ný matvælalöggjöf?  
  • Breyttar kröfur til matvælafyrirtækja?
  • Hvernig breytist eftirlit með matvælafyrirtækjum?
  • Nýjar áherslur varðandi fisk og fiskafurðir?


Fulltrúar frá Matvælastofnun annast kynningu og verður boðið upp á umræðu að henni lokinni.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 591 0100 eða með tölvupósti á netfangið mottaka@si.is. Taka skal fram á hvaða fund þið hyggist koma (Reykjavík 16. eða Akureyri 22. febrúar.)


Matvælaframleiðendur eru hvattir til að kynna sér matvælalöggjöfina á vef MAST.  

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?