Fara í efni

Kristallamyndandi efni í fóðri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  
Í kjölfar ábendingar Matvælastofnunar um mælingu á óæskilegum efnum í Icelandpet gæludýrafóðri og kvartanir sem borist hafa frá gæludýraeigendum hefur Ifex innkallað fóðrið úr verslunum.

Við eftirlit MAST kom í ljós að í sumum tegundum Icelandpet gæludýrafóðurs er cyanursýra sem veldur kristallamyndun í þvagi dýra. Kristallarnir eru torleysanlegir og leiða til sjúkleika hjá gæludýrum.

Vöruheiti: Icelandpet
Ábyrgðaraðili: Ifex, Óseyrarbraut  22, 815 Þorlákshöfn.  Framleiðandi:  Fihumin f Gesellschaft mbH, georg-Busse Strase 43 22949, Ammersbak, Hollandi
Ástæða:  Fóðrið inniheldur cyanuracid sem veldur veikindum hjá gæludýrum. Strikanúmer 5-690875-364120  
Laga- /reglugerðarákvæði:  Lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.  
Áætluð dreifing innanlands:  Dreift í stórmörkuðum.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?