Fara í efni

Kort yfir breyttar varnarlínur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Birt hefur verið kort af nýrri legu sauðfjárveikivarnarlína samkvæmt auglýsingu 793/2009. Með þessum breytingunum eykst vægi þeirra girðinga sem eftir eru. Flutningur yfir varnarlínur er ennþá óheimill, en flutningur á sauðfé og nautgripum verður frjálsari á stærri svæðum en verið hefur.  Þá hvílir ábyrgð á búfjareigendum að verja sinn bústofn og sýna ábyrgð gagnvart öðrum.
Kortið sýnir með svörtum línum hvernig varnarlínurnar liggja. Brotalínan táknar aukavarnarlínu og litir tákna svæðaskiptingu litamerkinga á sauðfé. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig litamerkingum á sauðfé verður breytt. Þess vegna geta verið fleiri litir innan hvers hólfs og sami litur beggja megin við varnarlínur.


Eftirtaldar varnarlínur hafa verið lagðar niður:
  • Andakílsár-, Hvítársíðu- (að hluta), Hítarár-, Dala-, Suðurfjarðar-, Rauðasands-, Mjólkár-, Þorskafjarðar-, Reyðarfjarðar-, Hornarfjarðar-, Hólmsár-, Kúðafljóts-, Eldhrauns-, Mýrdalssands- og Sólheimasandslína.
Við niðurfellingar á þessum línum verða svofelldar breytingar á varnarhólfum:
  • Borgarfjarðarhólf- syðra og nyrðra, Mýra-, Hnappadals- og Dalahólf syðra sameinast í Vesturlandshólf.
  • Steingrímsfjarðar-, Reykjanes- og Mið-Vestfjarðarhólf sameinast í Vestfjarðarhólf eystra.
  • Vestfjarðar-, Rauðasands- og Arnarfjarðarhólf sameinast í Vestfjarðarhólf vestra.
  • Skagafjarðarhólf og Eyjafjarðarhólf sameinast í Tröllaskagahólf.
  • Öxarfjarðar-, Sléttu- og Norðausturhólf sameinast í Norðausturhólf.
  • Héraðs- og Austfjarðarhólf sameinast í Héraðshólf og nær hólfið nú til Hamarsár.
  • Suðursveitar- og Suðurfjarðarhólfið sunnan Hamarsár sameinast í Suðausturlandshólf.
  • Síðu-, Skaftártungu-, Álftavers- og Mýrdalshólf og austasti hluti Rangárvallahólfs sameinast í Eyjafjalla- og Vestur Skaftafellssýsluhólf.

Breytingar á varnarlínum og sóttvarnir verða til umfjöllunar á fræðslufundi MAST sem haldinn verður þriðjudaginn, 27. október kl. 16:00 – 17:00 í Ársal,  Ásgarði, á Hvanneyri.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?