Fara í efni

Kælikeðjan – Eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitafélaga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í ár munu eftirlitsmenn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitafélaga beina sjónum sérstaklega að því hvernig gengur að tryggja rétt hitastig kæli og frystivöru við flutning.

Ég pantaði frosið kjöt ekki soðið!

Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar verða lagðar spurningar fyrir þá sem senda frá sér matvæli og þá sem taka á móti matvælum. Hins vegar verða hitasíritar sendir með völdum vörum frá framleiðanda til kaupanda svo sannreyna megi hvernig gengur að tryggja órofna kælikeðju við flutning matvælanna.


Getum við bætt efni síðunnar?