Fara í efni

Þjónustusamningur á Þjónustusvæði 4

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Dýrin mín stór og smá ehf., í eigu Ingunnar Reynisdóttur dýralækni, um að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á þjónustusvæði 4, (Húnaþing vestra, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnavatnshreppur), sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Þjónustusamningurinn tekur gildir frá og með 1. ágúst 2012 en á sama tíma lýkur þjónustusamningi sem gerður var við Dýralæknaþjónustu Stefáns Friðrikssonar ehf. á sama svæði.Getum við bætt efni síðunnar?