Fara í efni

Jarðræktarstyrkur og landgreiðslur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á árinu 2017 samkvæmt reglugerð nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað.Jarðræktarstyrkur

Framlögum skal varið til jarðræktar, þ.e. nýræktar og endurræktunar á túnum, kornræktar og ræktunar annarra fóðurjurta sem og útiræktunar á grænmeti og kartöflum á landi sem umsækjanda er heimilt að nýta. Uppskera er forsenda fyrir jarðræktarstyrk.


Landgreiðslur

Framlögum skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og umsækjanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í skýrsluhaldskerfið JÖRÐ.

Skilyrði og aðrar upplýsingar

Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi skv. 12 gr. reglugerðar. Fullnægjandi skil á skýrsluhaldi telst vera skráning eftirfarandi í JÖRÐ:

  1. Nafn, kennitala og heimilisfang framleiðanda, búsnúmer og landnúmer jarðar sem ræktað er á. ÍSAT-númer búrekstrar samkvæmt skráningu á RSK.
  2. Virkt virðisaukaskattsnúmer búrekstrar.
  3. Eftirfarandi upplýsingar um hverja ræktunarspildu úr Jörð:
a. Nafn og/eða númer spildu.
b. Hnitsetning spildu byggð á landupplýsingakerfi (LUK) sem byggir á stafrænu túnkorti. Túnkortið á að sýna nákvæmlega þær ræktunarspildur sem eru grundvöllur að styrkjum.
c. Ræktun, þ.e. gras, grænfóður, korn, olíujurtir eða útiræktað grænmeti.
d. Tegund og yrki, þegar sótt er um jarðræktarstyrk.
e. Stærð spildu í hekturum.
f. Ræktunarár, ef ræktað síðastliðin 5 ár.

4. Heildaruppskera í kg þurrefnis fyrir hverja spildu.
5. Heildaruppskeru í kg í útiræktuðu grænmeti.

Unnið er að því í JÖRÐ að þróa aðgerð sem gerir notenda kleift að sannreyna hvort skilyrði séu uppfyllt skv. reglugerð um fullnægjandi skýrsluhald.
Einnig skal umsækjandi staðfesta að hann hafi heimild til nýtingar á landi sem sótt er um styrk vegna.
Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið, en gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir um mánaðarmótin sept/okt. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.
Umsóknarfrestur er til 20. október 2017.

Nánari upplýsingar veitir búnaðarstofa Matvælastofnunar, Bændahöllinni við Hagatorg. Sími 530-4800. Netfang mast@mast.is.


Getum við bætt efni síðunnar?