Fara í efni

ÍsLeyfur tilnefndur til nýsköpunarverðlauna 2012

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýtt eftirlitskerfi Matvælastofnunar yfir leyfisveitingar og eftirlitsniðurstöður stofnunarinnar var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri 2012 sem veitt voru í gær. Eftirlitskerfið, sem hlotið hefur nafnið ÍsLeyfur, eykur skilvirkni og samræmingu í eftirliti með því að auðvelda skráningu niðurstaðna á staðnum á rafrænan og samræmdan hátt fyrir matvæla- og fóðureftirlit í landinu.

Eftirlitið byggir nú á áhættu- og frammistöðuflokkun matvæla- og fóðurfyrirtækja. Tilgangurinn með flokkuninni er sá að meta eftirlitsþörf fyrirtækjanna og beina þunga eftirlitsins þangað sem áhættan með tilliti til matvæla- og fóðuröryggis er mest. Þá felur þetta einnig í sér reglur um frammistöðuflokkun fyrirtækja sem gerir það mögulegt að draga úr reglubundnu opinberu eftirliti hjá fyrirtækjum sem viðhafa góða starfshætti til að framleiða örugg matvæli eða fóður.  Hjá fyrirtækjum þar sem starfsstöðin og/eða verklag sætir hins vegar miklum ágöllum verður eftirlit stofnunarinnar aukið.

Unnið er að því að gera leyfishöfum kleift að fylgjast með frammistöðu sinna starfsstöðva á sínu heimasvæði, þar sem allar skýrslur verða þeim aðgengilegar með rafrænum hætti á vefnum.


Getum við bætt efni síðunnar?