Fara í efni

Innköllun á grænmetis grillbuffi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Aðföng hafa, í samráði við Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að endurbæta umbúðamerkingar Himneskt grænmetis grillbuff þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki tilgreindir á umbúðum vörunnar.

Varan:  Grænmetis grillbuff, merkt Himneskt, 320 g. 
             Strikanúmer 5690350051866.
 
Ábyrgðaraðili vöru:  Aðföng, Reykjavík.
  
Samkvæmt innihaldslýsingu inniheldur varan kryddblöndu.  Komið hefur í ljós að kryddblandan inniheldur sinnepsfræ og sellerífræ.  Engar upplýsingar eru á umbúðum vörunnar að hún innihaldi sinnepsfræ og sellerífræ.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla 

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir sinnepi, sellerí eða afurðum úr þeim.

Dreifing:  Verslanir Hagkaupa, Bónus, Stórkaupa og 10-11 um land allt.

Varan á ekki að vera lengur í dreifingu.  Fyrirtækið hefur fengið frest til 12. nóvember 2010 til að endurmerkja umbúðir og skal vanmerkt vara ekki vera á markaði eftir þennan tíma.


Ítarefni


/rvk.is


Getum við bætt efni síðunnar?