Innköllun á frosnum kjötbollum
Frétt -
14.01.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um kvörtun frá neytenda. Fyrirtækið Matfugl ehf. hefur í samráði við Matvælastofnun stöðvað sölu og innkallað af markaði eftirfarandi matvæli:
|
|
Kjötbollur innkallaðar Matfugl ehf. hefur ákveðið að innkalla Ali kjötbollur í eins kílógramma umbúðum þar sem hugsanlegt getur verið að aðskotahlutur leynist í einni pakkningu. Innköllunin nær eingöngu til pakkninga með dagsetningunni best fyrir 15.9.2011 Neytendur sem hafa í fórum sínum pakkningar með ofangreindri dagsetningu eru beðnir um að skila þeim í næstu verslun eða beint til framleiðanda. Varan er ekki lengur á markaði. |