Fara í efni

Innköllun á drykkjarvöru vegna heilsufullyrðinga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað af markaði Bónus Engifer heilsudrykkur með mintu & lime. Um er að ræða drykkjarvöru í plastumbúðum (strikanúmer: 5690596068703) með óheimiluðum fullyrðingum á umbúðunum. Einnig eru margvíslegar aðrar athugasemdir gerðar við umbúðamerkingar vörunnar.


    
 

Vöruheiti:
Bónus Engifer heilsudrykkur með mintu & lime
Laga- /reglugerðarákvæði:
30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Brot á reglugerð nr. 406/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1924/2006 um næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli, með síðari breytingum, reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, reglugerð nr. 410/2009 um merkingu næringargildis matvæla, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands:
Verslanir Bónus um land allt.


Samkvæmt reglugerð um merkingu matvæla er óheimilt að eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna, hafa lækningarmátt eða að vísa til þess háttar eiginleika. Fullyrðingar á umbúðum vörunnar eins og “læknar magakveisu”, “linar höfuðverk”, “slær á bólgu og gigtarverki”, “linar hálsbólgu og hósta” eru taldar brjóta í bága við þetta ákvæði. 


Einnig eru á umbúðum heilsufullyrðingar eins og “örvar meltingu”, “hefur vatnslosandi áhrif”, “lækkar kólesteról” sem ekki hafa verið heimilaðar og því taldar brjóta í bága við reglugerð um heilsu- og næringarfullyrðingar. 


Vanmerkt vara skal ekki vera í dreifingu eftir 23. nóvember 2010


Vakin skal athygli á því að ekki er verið að innkalla vöruna vegna þess að hún sé ekki talin örugg til neyslu. Matvælastofnun hefur engar upplýsingar um að ástæða sé til að telja að svo sé. 



Getum við bætt efni síðunnar?