Fara í efni

Innflutningur á fræjum og baunum frá Egyptalandi bannaður

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


  Ný auglýsing nr. 740/2011 um neyðarráðstafanir sem gilda um grikkjasmárafræ (fenugreek) og tiltekin fræ og baunir sem flutt eru inn frá Egyptalandi tók gildi í júlí. Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna fjölda tilfella af skæðum E. coli sýkingum í Þýskalandi og Frakklandi í sumar og byggir auglýsingin á ákvörðun Evrópusambandsins nr. 2011/402.  Innflutningsbannið gildir til 31. október 2011.

Fræ og baunir sem bannað er að flytja inn frá Egyptalandi fram til 31. október 2011:

 • úr 0704 90 09 Klettasalatsspírur
 • úr 0706 90 09 Rauðrófuspírur og hreðkuspírur
 • 0708 Belgávextir, með eða án hýðis, nýir eða kældir
 • 0713 Þurrkaðir belgávextir, afhýddir, einnig flysjaðir eða klofnir
 • úr 0709 90 09 Soja(bauna)spírur
 • 1201 Sojabaunir, einnig muldar
 • 1209 10 Sykurrófufræ
 • 1209 21 Refasmárafræ (alfalfa)
 • 1209 91 Grænmetisfræ
 • 1207 50 00 Mustarðsfræ, til sáningar
 • 1207 9 Annað mustarðsfræ
 • 1207 9 Önnur olíufræ og olíurík aldin, einnig mulin
 • 0910 99 00 Grikkjasmárafræ
 • úr 1214 90 00 Refasmáraspírur (alfalfa)


Getum við bætt efni síðunnar?