Fara í efni

Hreinsun reiðfatnaðar við komuna til landsins

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


 

Eins og öllum ætti að vera kunnugt er óheimilt að flytja inn notaðan reiðfatnað til landsins nema að undangenginni hreinsun og sótthreinsun samkvæmt reglum MAST. Til að auðvelda hestamönnum að uppfylla reglur um innflutning er Landssamband hestamannafélaga fyrir hönd félagasamtaka hestamennskunnar, nú að gera samning við Fatahreinsunina Fönn um að taka við notuðum reiðfatnaði í rauða hliðinu á Keflavíkurflugvelli og skila fullhreinsuðum til eiganda fáum dögum síðar. Matvælastofnun hefur unnið starfsreglur fyrir fatahreinsunina í samstarfi við tollgæsluna.


Íslenska landsliðið í hestaíþróttum verður fyrst til að nýta sér þessa þjónustu við komuna til landsins að loknu Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem er haldið 1. til 7. ágúst í St. Radegund í Austurríki. Við það tilefni verður þessi farvegur löglegs innflutnings á notuðum reiðfatnaði kynntur nánar.

Innflutningur á notuðum reiðtygjum, þ.m.t. mélum og öðrum búnaði sem notaður er í hestamennsku er óheimill.

Hægt er að óska eftir veggspjaldi og bæklingi um smitvarnir með því að hafa samband við Matvælastofnun: mast@mast.is.


Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?