Fara í efni

Hitastig í lönduðum afla í júní

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


 
Matvælastofnun (MAST) og Fiskistofa hafa nú hafið átak í að fylgjast með aflameðferð og hitastigi í lönduðum afla. Fyrsta skrefið í að tryggja að íslenskar sjávarafurðir komist til neytenda sem hágæðavara er að sá afli sem komið er með að landi sé meðhöndlaður eins vel og kostur er. Þar gegnir góð og hröð kæling lykilhlutverki. Leitast verður við að birta niðurstöður úr hitastigseftirliti reglulega á heimasíðu MAST og hér eru niðurstöður fyrir tímabilið 1-16 júní.


Af fyrstu mælingum virðist kæling vera betri en hún var í fyrra, meðalhiti allra mælinga er 2,4°C en í fyrra var meðalhitinn í júlí 5,3°C. Mjög lítill hluti aflans kemur óísaður að landi sem er jákvætt þó að vissulega eigi engin afli að koma óísaður að landi, meðalhitinn í óísuðum afla er 6,7°C. Jafnframt því að mæla hitastig í lönduðum afla þá eru eftirlitsmenn Fiskistofu og MAST að dreifa leiðbeiningum um kælingu og aflameðferð sem Matís ohf. hefur unnið. MAST vill hvetja alla sjómenn til að kynna sér þessar leiðbeiningar.

Eftirlit með aflameðferð og hitastigi í lönduðum afla mun halda áfram að fullum krafti í sumar og eru sjómenn hvattir til byggja á þessari góðu byrjun og bæta kælingu og aflameðferð enn frekar.


Getum við bætt efni síðunnar?