Fara í efni

Héraðsdýralæknir Suðurumdæmis

Matvælastofnun óskar að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf héraðsdýralæknis Suðurumdæmis með aðsetur á Selfossi. Um fullt starf er að ræða frá 1. mars 2021. Héraðsdýralæknir vinnur að aukinni velferð og bættu heilbrigði og sjúkdómavörnum dýra og manna í umdæminu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Sjúkdómavarnir og viðbrögð við smitsjúkdómum dýra
 • Yfirumsjón með eftirliti með heilbrigði og velferð dýra í umdæminu
 • Yfirumsjón með eftirliti með frumframleiðslu matvæla, slátrun og vinnslu dýraafurða í umdæminu
 • Framkvæmd opinbers eftirlits
 • Þátttaka í teymum sem varða starfið
 • Skipulag vaktþjónustu í umdæminu
 • Ábyrgð á rekstri umdæmisskrifstofu

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Dýralæknir
 • Reynsla af stjórnun starfsfólks æskileg
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Reynsla af opinberu eftirliti er æskileg
 • Öguð vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta
 • Gott vald á íslensku
 • Ökuréttindi

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir í síma 530 4800 og sigurborg.dadadottir hjá mast.is. Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar undir efnislínunni „Héraðsdýralæknir Suðurumdæmis“. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2020. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?