Hættur fyrir hross leynast víða
Frétt -
21.12.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Eigendur og umráðamenn hesta eru minntir á skyldur sínar til daglegs eftirlits með hrossum á útigangi. Tryggja þarf hrossum aðgang að fóðri til framleiðslu og viðhalds, vatni of salti. Þar sem ekki er náttúrulegt skjól í umhverfinu þurfa hross að hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum.
Sérstaklega ber að gæta að því að hross séu í öruggum girðingum og standi í heyi í kringum áramótin þegar hætta er á að þau fælist vegna flugelda. Þá þarf einnig að hafa sérstakt eftirlit með hrossum á húsi og dempa hávaða eins og hægt er.