Fara í efni

Hættuástandi vegna PSP þörungaeiturs aflýst í Eyjafirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur opnað aftur ræktunarsvæði kræklings í Eyjafirði sem lokaðist þann 16. ágúst síðastliðinn, en PSP lömunareitur  mældist þá yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi úr firðinum. Nýjar niðurstöður þörungaeitursrmælinga sýna að þörungaeitrið er horfið úr kræklingnum og því er hættuástandi hér með aflýst. Samkvæmt niðurstöðum Hafrannsóknarstofnunarinnar þá hvarf þörungurinn sem olli eitruninni af ræktunarsvæðinu fljótlega eftir að eitrunin kom upp og hefur lítið sést til hans síðan.
Ræktunarsvæði kræklings í Breiðafirði eru einnig opin til framleiðslu á krækling eða bláskel eins og hún gjarnan kölluð í dag.



Getum við bætt efni síðunnar?