Hænsnaeigandi sviptur 20 hænum
Frétt -
13.06.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur svipt hænsnaeiganda á Suðvesturlandi öllum hænum sínum vegna slæms aðbúnaðar og umhirðu.
Um 20 garðhænsni var að ræða sem bjuggu við mikinn óþrifnað og myrkur. Matvælastofnun barst ábending um málið frá heilbrigðiseftirliti í lok síðustu viku. Aðgerðir voru ekki taldar þola bið og var gripið til vörslusviptingar á staðnum.
Fuglunum hefur verið komið fyrir í bráðabirgðahúsnæði á meðan unnið er að því að ráðstafa þeim annað.