Fara í efni

Grunur um listeriu í graflaxi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu frá fyrirtækinu Eðalfiskur ehf. um að það hafi ákveðið að stöðva sölu og innkalla af markaði Reykás grafinn lax vegna gruns um mengun af völdum bakteríunnar Listeria monocytogenes. 

Innköllunin nær eingöngu til dagsetningarinnar „best fyrir 06.02.2011. Neytendur sem hafa í fórum sínum pakkningar með ofangreindri dagsetningu eru beðnir að skila vörunni með því að hafa samband við Eðalfisk í síma 437 1680 eða 895 7638. Varan er ekki lengur á markaði.

Listeria monocytogenes getur valdið matarsýkingum hjá áhættuhópum en það eru barnshafandi konur og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?