Fara í efni

Grunur um Listeríu í frosnum maísbaunum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum maísbaunum vegna gruns um listeríu. Um er að ræða tvær vörutegundir frá framleiðandanum Greenyard með uppruna í Ungverjalandi innfluttar af Madsa ehf. Matvælasstofnun fékk upplýsingar um innköllunina í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfi um hættuleg matvæli á markaði.  Madsa ehf. hefur í samráði við Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík innkallað eftirtaldar vörur:

GRE034 Maískorn

PINGUIN SWEET CORN KERNELS

2,5 kg pokar

Frystivara

Strikamerki: 5411683230588

Lotunúmer : öll lotunúmer framleidd milli 13. ágúst 2016 til 20. Júní 2018.

GRE133 Mexíkóblanda


PINGUIN MEXICAN MIXED VEGETABLES

2,5 kg pokar

Frystivara

Strikamerki: 5411683232117

Lotunúmer : öll lotunúmer framleidd milli 13. ágúst 2016 til 20. Júní 2018.


Dreifing: Vörurnar voru seldar til ýmissa stóreldhúsa, mötuneyta og Stórkaups.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta ekki vörunnar og hafa samband við Madsa í síma 517-2727 eða madsa@madsa.is

Á heimasíðu Matvælastofnunar má lesa nánar um listeríu.

Viðhengi: fréttatilkynning frá Madsa með mynd af vörunum.


Getum við bætt efni síðunnar?