Fara í efni

Gripagreiðslur í geitfjárrækt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli framleiðenda í geitfjárrækt að skila þarf skýrsluhaldi í Heiðrúnu fyrir 27. febrúar næstkomandi, til þess að öðlast rétt til gripagreiðslna í samræmi við reglugerð um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016. Ekki þarf að sækja sérstaklega um og verða gripagreiðslur í geitfjárrækt greiddar þann 1. mars 2017 miðað við fjölda geita sem skráðar eru í afurðaskýrsluhald hjá viðkomandi framleiðanda.

Tekið skal fram að Matvælastofnun er heimilt að stöðva gripagreiðslur til framleiðanda vegna ófullnægjandi skila á haustskýrslu í Bústofni, ófullnægjandi merkingum geitfjár samkvæmt reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár eða ef stofnunin telur að ráða megi af gögnum, eða ástæða er til þess af öðrum sökum að véfengja upplýsingar úr afurðaskýrsluhaldi framleiðanda. Matvælastofnun skal þá gera opinbera talningu á gripum framleiðanda.


Getum við bætt efni síðunnar?