Fara í efni

Greiðsla framlags til vatnsveituframkvæmda árið 2021

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

15. febrúar sl. var greitt framlag til vatnsveituframkvæmda á lögbýlum fyrir árið 2021. Alls voru 45 styrkhæfar umsóknir en samþykktar voru umsóknir frá 74 lögbýlum en ýmist var framkvæmd frestað eða ekki lokið þegar fresti til úttektar lauk. Þeir aðilar geta sótt um að nýju fyrir árið 2022.

Hámarksframlag vegna einstakra framkvæmda má nema allt að 44% stofnkostnaðar við vatnsveitu en fari heildarstofnkostnaður fram yfir heildarfjárhæð framlaga þá kemur til skerðingar. Fyrir árið 2021 nam framlagið 27% stofnkostnaðar umsækjanda.

Greiðsla framlagsins kemur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að fengnu samþykki innviðaráðherra í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016.

Matvælastofnun minnir á að umsóknarfrestur fyrir árið 2022 er til og með 28. febrúar n.k. og er sótt um í þjónustugátt MAST.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?