Fara í efni

Gömul miltisbrandsgröf í Garðabæ

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Við framkvæmdir á byggingarsvæði í Garðabæ, fimmtudaginn 1. nóvember, kom grafa niður á hræ af kú. Verktakar brugðust rétt við, mokuðu yfir hræið og höfðu samband við heilbrigðisfulltrúa og héraðsdýralækni. Ákveðið var að láta fjarlægja hræið með þeim varúðarráðstöfunum sem við eiga þegar um miltisbrandssmitað hræ er að ræða. Þetta var gert vegna þess að vitað er að á þessum slóðum var grafið hræ af kú sem smituð var af miltisbrandi árið 1941. Gró miltisbrandsbakteríunnar geta lifað mjög lengi í jarðvegi. Héraðsdýralæknir óskaði eftir aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, lögreglu og verktaka við að fjarlægja hræið og koma því á öruggan hátt til förgunar. Öll tæki sem komið höfðu í snertingu við hræið voru sótthreinsuð og gengið var frá svæðinu á þann hátt að engri hættu stafi af því.


Hér að neðan er grein um miltisbrand eftir Sigurð Sigurðarson dýralækni og sérfræðing í sauðfjár- og nautgripasjúkdómum.
Getum við bætt efni síðunnar?