Geymsluþol stoðmjólkur stenst ekki gæðakröfur
Frétt -
22.03.2022
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni lotu af stoðmjólk frá MS vegna þess að geymsluþol stenst ekki gæðakröfur. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með aðstoð Matvælastofnunar og sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Stoðmjólk
- Strikamerki: 5690527185004
- Nettómagn: 500 ml
- Best fyrir dagsetning: 31.03.2022
- Framleiðandi: Mjólkursamsalan, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík
- Dreifing: Í verslanir um allt land
Kaupendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í þá verslun sem hún var keypt eða haft samband við Mjólkursamsöluna.