Garnaveiki greinist í Fáskrúðsfirði
Garnaveiki hefur
greinst í þremur ungum ám á bæ í Fáskrúðsfirði. Ærnar
voru skoðaðar 6. janúar s.l. að beiðni bóndans á bænum og ákvað
héraðsdýralæknir MAST að aflífa þær allar þar sem þær voru
óeðlilega horaðar, þótt þær ætu allar eðlilega. Engin merki sáust þó um
skitu.
Við krufningu komu í ljós miklar bólgubreytingar í mjógörn við
botnlanga sem bentu eindregið til garnaveiki. Sýni voru tekin og send til Tilraunastöðvarinnar að Keldum sem staðfesti garnaveiki, fyrst með litun
og síðan vefjaskoðun. Í báðum rannsóknum fannst mikið af sýruföstum
stöfum, garnaveikibakteríum.
Bólusetningu gegn garnaveiki var hætt í Fáskrúðsfirði haustið 2006 enda hafði verið bólusett þar í áratugi án þess að nokkur grunur vaknaði um að veikin væri enn til staðar. Ærnar sem fengu veikina voru fæddar 2006 og 2007. Framundan er að hefja bólusetningu á svæðinu að nýju.
Ítarefni