Fara í efni

Fyrirkomulag beingreiðslna í garðyrkju 2016

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Ný reglugerð nr. 1222/2015 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2016 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2016 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Matvælastofnunar fyrir 15. febrúar 2016 þar sem fram kemur flatarmál gróðurhúsa, sem ætlað er til framleiðslu fyrir hverja tegund svo og áætluð framleiðsla af hverri tegund á árinu 2016.

Framleiðendur sem hlotið hafa beingreiðslur á árinu 2015 skulu senda heildaruppgjör fyrir árið staðfest af löggiltum endurskoðanda til Matvælastofnunar fyrir 10. febrúar 2016


Getum við bætt efni síðunnar?