Fara í efni

Fundur Matvælastofnunar með hagsmunaaðilum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Fundur Matvælastofnunar með hagsmunaaðilum vegna upptöku á áhættuflokkun og frammistöðuflokkun við ákvörðun á tíðni eftirlits með frumframleiðslu og dýrahaldi í atvinnuskyni, verður fimmtudaginn 2. nóvember 2017 kl. 10 – 12 á Stórhöfða 23, Reykjavík (jarðhæð, gengið inn að norðanverðu (Grafarvogsmegin)


Fundarstjóri: Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir


Dagskrá:

  • Áhættuflokkun í frumframleiðslu með tilliti til dýravelferðar. 
            Þóra Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar.

  • Áhættuflokkun í frumframleiðslu með tilliti til matvælaöryggis. 
            Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir svína og súna.

  • Eftirlitstíðni skv. áhættuflokkun og væntanlegri frammistöðuflokkun, gjaldskrármál.
            Jón Ágúst Gunnlaugsson, fagsviðsstjóri samræmingar.

 

Fundargestum gefst kostur á að koma spurningum sínum á framfæri og taka þátt í umræðum. Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig og er þátttakan þeim að kostnaðarlausu.


Í lögum nr. 55/2013 um velferð dýra og lögum nr. 93/1995 um matvæli kemur fram að tíðni eftirlits skuli byggð á áhættu.
Matvælastofnun stefnir að upptöku áhættuflokkunarkerfis í frumframleiðslu og fyrir annað dýrahald í atvinnuskyni um næstu áramót, þannig að tíðni reglulegs eftirlits mun eftir það ráðast af áhættuflokkun hverrar starfsemi. Áhættuflokkun frumframleiðslu byggist á þáttum sem varða dýravelferð og matvælaöryggi. Að auki verður byggt á stærð starfsstöðva, en einungis þegar um mjög stórar einingar er að ræða.


Frammistöðuflokkun verður hluti af kerfinu en getur ekki orðið virk fyrr en að nokkrum tíma liðnum frá því eftirlit samkvæmt áhættuflokkun var tekin upp. Hún mun gera það að verkum að tíðnin getur minnkað eða aukist hjá eftirlitsþega eftir því hvernig niðurstöður eftirlits eru á hverjum stað.


Markmiðið með þessu kerfi er að skipuleggja eftirlit með samræmdum hætti út frá áhættu og frammistöðu. Þannig verður eftirliti í ríkari mæli beint þangað sem aukin áhætta er og þörf á eftirliti og eftirfylgni er mest. 


Í framhaldi af fundinum óskar MAST eftir athugasemdum og ábendingum um kerfið og er frestur til 15. nóvember. Senda skal athugasemdir á netfangið mast@mast.is


Í nóvember mun heildarskjal um áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfið verða sett til umsagnar. 
Áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfið mun verða í sífelldri endurskoðun, þannig að hægt verður að bæta agnúa sem upp kunna að koma síðar.


Nánari upplýsingar veitir Jónína Þ. Stefánsdóttir, jonina.stefansdottir@mast.is



Getum við bætt efni síðunnar?