Fara í efni

Frestur til skila á haustskýrslum að renna út

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun minnir hestamenn og aðra búfjáreigendur á að frestur til að skila inn gögnum um búfjáreign, fóður og landstærðir rennur út á morgun, föstudaginn 20. nóvember, samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013

Með nýjum lögum um búfjárhald var heimild veitt til að eingöngu verði um rafræn skil að ræða og hefur því verið horfið frá notkun haustskýrslu eyðublaða og þess í stað tekin upp rafræn skil á vefslóðinni www.bustofn.is.

Sérstaklega er minnt á að hestar teljast til búfjár og skulu eigendur hesta ganga frá haustskýrslu eins og aðrir búfjáreigendur fyrir 20. nóvember n.k.

Þeim sem eiga eða halda búfé en hafa ekki verið skráðir búfjáreigendur í Bústofni er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn sem annast nýskráningar og leiðréttingar. Upplýsingar um dýraeftirlitsmenn má nálgast hér

Búfjáreigendur eru hvattir til að ganga frá skilum á skýrslum fyrir 20. nóvember og komast þannig hjá óþarfa kostnaði sem hlýst af  heimsóknum eftirlitsmanna vegna vanskila á skýrslum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?