Fara í efni

Framlag til jarðræktar, affallsskurða og vatnsveitna á lögbýlum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Alls bárust til Matvælastofnunar 1.350 rafrænar umsóknir vegna jarðræktar og 27 rafrænar umsóknir vegna hreinsunar affallsskurða. Framkvæmdir eru komnar í úttektarferli hjá úttektaraðilum á vegum búnaðarsambanda og átti úttektum að vera lokið 15. nóvember 2016. Styrkir eru síðan greiddir út fyrir árslok 2016.

Styrkhæf ræktun vegna jarðræktar er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta, þar með talin til lífdíselolíuframleiðslu enda sé hratið nýtt til fóðurs, ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. Beit búpenings telst vera uppskera sem og nýting kornhálms. Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á uppskeruári. 

Greitt er út á hundruð metra vegna hreinsunar affallskurða og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög má aðeins veita ef heildarlengd er a.m.k. 100 metrar. Breidd skurðanna skal minnst vera 6 metrar að ofan. Úttektaraðili sannreynir stærð, lengd og breidd skurðar og hvort skilyrði til styrkveitingar eru að öðru leyti uppfyllt.

Alls bárust 28 rafrænar umsóknir til Matvælastofnunar vegna vatnsveitna á lögbýlum. Framkvæmdir eru komnar í úttektarferli hjá úttektaraðilum á vegum búnaðarsambanda og skal úttektum vera lokið eigi síðar en 20. nóvember 2016. Styrkir eru síðan greiddir út eigi síðar en 15. febrúar 2017 

Fyrirvari er gerður um að framkvæmdin standist kröfur til úttektar í samræmi við reglugerð nr. 180/2016 gefin út af innanríkisráðuneytinu og þá þarf Jöfnunarsjóður sveitarfélaga endanlega að samþykkja fjárveitingu. 


Getum við bætt efni síðunnar?