Fara í efni

Fræðslufundur: Upprunamerking matvæla

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur fræðslufund um upprunamerkingu matvæla þriðjudaginn 24. nóvember kl. 15:00 - 16:00. Á fundinum verður fjallað um nýja reglugerð um upprunamerkingu grænmetis og um upprunamerkingar almennt m.a. í Evrópusambandinu í tengslum við nýja reglugerð um upplýsingar um matvæli.

Þann 1. september tók gildi ný reglugerð um að merkja skuli ferskt grænmeti og aðrar ferskar matjurtir með upprunalandi. Þegar matjurtir eru seldar í lausasölu eða seljandi pakkar þeim á sölustað eiga upplýsingar um upprunaland að vera aðgengilegar með sýnilegum hætti þar sem matjurtirnar eru á boðstólum.Þær almennu reglur sem gilda um upprunamerkingar matvæla hér á landi eru samræmdar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sem byggja á reglum Evrópusambandsins. Fyrirlesarar munu fara yfir þessar reglur, framkvæmd þeirra, eftirlit og ástæður að baki.

Fyrirlesarar:

    Jónína Þ. Stefánsdóttir
, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun
    Baldur P. Erlingsson, lögfræðingur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

 
Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?