Fara í efni

Fræðslufundur: Koffín

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun heldur fræðslufund um koffín þriðjudaginn 25. nóvember 2008 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða kynntar reglur varðandi viðbætt koffín í matvælum og hvaða breytingar hafa orðið í þeim efnum.

Fjallað verður um hvaða áhrif koffín hefur á líkamann og hver hámarksneysla ætti að vera eftir mismunandi hópum. Einnig verða niðurstöður úr neyslukönnunum kynntar hvað varðar koffínneyslu ungs fólks. 

Fyrirlesarar:

    Viktor S. Pálsson, forstöðumaður hjá Matvælastofnun
    Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun
    Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá Lýðheilsustöð

Fundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin).

Allir velkomnir !


Getum við bætt efni síðunnar?