Fara í efni

Fóðureftirlit hjá bændum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun mun nú í febrúar og mars halda áfram eftirliti með fóðri og meðhöndlun fóðurs hjá bændum. Þetta er þriðja árið sem þetta eftirlit er framkvæmt og er áætlað að það taki sjö ár að ljúka því hjá öllum bændum landsins. Hafist var handa á Suðurlandi í febrúar 2011 og haldið áfram með það í fyrra og var þá einnig byrjað á eftirliti hjá bændum í Eyjafirði og Skagafirði.

Í ár verður eftirlit hjá bændum í Grímsnes og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Árborg, Vestmannaeyjum, Flóahreppi og Rangárþingi ytra á Suðurlandi, einnig  Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð í Eyjafirði og Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi í Þingeyjasýslu auk þess sem lokið verður við eftirlit í Skagafirði.

Eftirlitið verður samkvæmt kröfum í I. og III. viðauka EB reglugerðar 183/2005 um kröfur er varða hollustu fóðurs. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?