Fara í efni

Fjárfestingastuðningur í svínarækt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna fjárfestingastuðnings í svínarækt í samræmi við ákvæði VII. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016. Fjárfestingastuðningur er veittur þeim framleiðendum sem hyggjast fara í framkvæmdir til að hraða því að standast kröfur samkvæmt reglugerð um velferð svína nr. 1276/2014, með síðari breytingum.

Stuðningur er veittur vegna nýbygginga eða viðbygginga, endurbóta á eldri byggingum þar sem skipt er út meira en 50% af innréttingum og kaupa á innréttingum og búnaði. 

Umsóknum ásamt viðeigandi fylgiskjölum skal skila inn rafrænt í þjónustugátt Matvælastofnunar eigi síðar en 31. mars nk. vegna framkvæmda á árinu. 


Getum við bætt efni síðunnar?