Fara í efni

Fæðubótarefni sem innihalda hættulegt og ólöglegt lyfjaefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá Bandarísku Matvæla- og Lyfjastofnuninni (Food and Drug Administration, FDA) í gegnum viðvörunarkerfi Lyfjastofnunar um niðurstöðu efnagreininga á þremur megrunarvörum.  Vörurnar heita Slimforte Slimming Capsules, Slimforte Slimming Coffee og Meizitang Botanical Slimming Softgel.  Efnagreining leiddi í ljós að allar vörurnar innihalda efnið Sibutramine án þess að þess sé getið á umbúðum varanna.  Sibutramine er lyf sem var afturkallað af markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar árið 2010 vegna alvarlegra aukaverkana einkum tengdum hjarta- og æðakerfi.Mynd: FDA


Matvælastofnun hefur ekki upplýsingar um að þessar vörur séu á markaði hér á landi en þær eru seldar í póstsölu í gegnum internetið.

Matvælastofnun hvetur fólk til að kaupa ekki vörurnar eða neyta þeirra þar sem þær geta verið hættulegar heilsu fólks.

Matvælastofnun hvetur neytendur til þess að vera á varðbergi gagnvart vörum, sem seldar eru á netinu eða í póstverslun.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?