Fara í efni

Endurskoðuð eftirlitshandbók fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur gefið út endurskoðaða útgáfu af leiðbeiningum um framkvæmd matvælaeftirlits á vegum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga. Leiðbeiningarnar voru unnar í samvinnu við heilbrigðiseftirlitssvæðin og eru liður í því að auka samræmi í framkvæmd matvælaeftirlits á landsvísu. Leiðbeiningar byggja á núverandi löggjöf hvað varðar kröfur til matvælafyrirtækja og matvælaeftirlits sem hafa verið innleiddar á undanförnum árum.

Töluverðar breytingar eru á uppsetningu, nýtt efni var sett inn og fengu leiðbeiningarnar nýtt nafn þ.e. eftirlitshandbók heilbrigðiseftirlita sveitarfélagana, í stað skoðunarhandbók.

Tilgangur með útgáfu eftirlitshandbókar er að veita starfsfólki sem starfar við eftirlit á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga leiðbeiningar um hvernig skuli skipuleggja og framkvæma eftirlit með matvælafyrirtækjum sem heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með.  Til að kynna sérstaklega þær breytingar sem hafa orðið, er stefnt að kynningarfundi fyrir starfsmenn heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna, með haustinu. Nánari upplýsingar um það koma síðar.

Með þessu hefur verið stigið enn eitt skrefið til samræmingar matvælaeftirlits á landsvísu og ætti það að stuðla að auknu jafnræði og gagnsæi í stjórnsýslunni.  Nýju útgáfuna má finna hér

 


Getum við bætt efni síðunnar?