Endurmerking vegna ofnæmis- og óþolsvalds í þeytikremi
|
Fréttatilkynning frá Matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
hefur verið gefin út um vanmerktan ofnæmis- og óþolsvald. Ekki kemur
fram á umbúðum þeytikrems Halta að innihaldsefni í vörunni sé unnið úr
mjólk. Aðföng hafa, í samráði
við Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að
endurbæta merkingar Halta þeytikrems, þar sem að ofnæmis- og
óþolsvaldur er ekki skýrt merktur á umbúðum vörunnar.
Samkvæmt
innihaldslýsingu inniheldur varan natríum kaseinat (EN: sodium
caseinate). Staðfest hefur verið af framleiðanda vörunnar að kaseinatið
sé unnið úr mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. |
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólk eða mjólkurafurðum.
- Innflytjandi og dreifingaraðili: Aðföng , Skútuvogi 7
- Dreifing: Verslanir Bónus, Hagkaupa og 10-11 um allt land, Stórkaup og KS Sauðárkróki.
Fyrirtækið hefur frest til 30. ágúst 2010 til að endurmerkja og skal vanmerkt vara ekki vera á markaði eftir þann tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Aðföngum hefur fyrirtækið þegar hafið endurmerkingu.
Tenglar
Aðföng: gaedastjori@adfong.is
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: oskar.isfeld.sigurdsson@reykjavik.is
/rvk.is