Ekkert hrossakjöt í innkölluðu nautalasagne
Frétt -
13.02.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Tilkynning hefur borist frá Findus í Svíþjóð að hrossakjöt sé ekki til staðar í Findus nautalasagne á markaði á Íslandi. Eggert Kristjánssonar hf., í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, framkvæmdi innköllun á vörunni í varúðarskyni vegna möguleika á því að hún innihéldi hrossakjöt.
Allt lasagne frá Findus sem merkt var sem nautakjöt en innihélt hrossakjöt kom frá fyrirtækinu Comigel í Lúxemborg. Findus vörur, sem seldar hafa verið á Íslandi, hafa hvorki verið framleiddar af fyrirtækinu Comigel í Lúxemborg né innihalda neinar kjötafurðir frá því fyrirtæki. Þetta kemur fram í tilkynningu Findus.