Fara í efni

Eftirlitsverkefni: Meðhöndlun umbúða í matvælafyrirtækjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  Eftirlitsverkefni eru eitt af þeim tækjum sem eftirlitsaðilar nota til að samræma vinnubrögð og til að beina sjónum að ákveðnum þáttum. Meðhöndlun einnota og margnota umbúða í matvælafyrirtækjum skiptir miklu máli fyrir öryggi matvæla. Það er mjög mikilvægt að vel sé gengið um umbúðir og að margnota umbúðir (s.s. kör og kassar) séu hrein. Til að kanna ástandið hjá matvælafyrirtækjum á Íslandi þá hefur Matvælastofnun (MAST) og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna unnið að könnun á þessum þáttum. Verkefnið hófst 1. apríl 2011 og stóð til 31. Desember 2011. Niðurstöður bárust frá fjórum af tíu heilbrigðiseftirlitssvæðum ásamt niðurstöðum úr eftirliti MAST.

Almennt má segja að niðurstaða könnunarinnar hafi verið ágæt. Það voru hinsvegar ákveðnir þættir sem skoða þarf betur. Það kom í ljós að í 31% tilvika gátu stjórnendur ekki sýnt fram á að umbúðir matvælanna væru úr efnum sem heimilt er að komi í snertingu við matvæli. Einnig kom í ljós að í 21% tilvika voru umbúðir ekki fjarlægðar úr vinnslusal. Ekki var aðstaða til þrifa í 19% tilvika þar sem margnota umbúðir voru notaðar. Það sem einna brýnast er að bæta úr er meðferð og merking á ílátum sem ætluð eru til að geyma aukafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldir (ABP), þessu var ábótavant hjá 57% af þeim fyrirtækjum sem hafa þannig afurðir.

Skýrslu eftirlitsverkefnisins má sjá í heild sinni hér að neðan.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?