Eftirlitsheimsóknir Eftirlitsstofnunar EFTA(ESA) 2010
|
Eftirlitsstofnun EFTA
ber skylda til þess samkvæmt EES samningi að hafa eftirlit með því að
aðildarríki hans (þ.e. EFTA ríkin) innleiði löggjöf samningsins og
uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með
eftirlitsheimsóknum til ríkjanna þar sem starfsemi eftirlitsaðila er
tekin út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og
dýravelferðar. |
Frá árinu 2005 hefur stofnunin komið í 2-4 heimsóknir á ári til Íslands. Árið 2010 munu þær hinsvegar verða 6 talsins og þar af verður aðeins ein æfingaheimsókn. Á fyrri hluta ársins verða 3 heimsóknir á sviði fóðuröryggis, landamærastöðva og lifandi samloka (live bivalve molluscs) en á síðari hlutanum 3 heimsóknir varðandi löggjöf um fiskafurðir, fisksjúkdóma og hollustuhætti í kjötframleiðslu.
Ítarefni