Fara í efni

Eftirlitsfulltrúar í sauðfjárslátrun óskast til starfa í haust

Viltu taka þátt í að standa vörð um matvælaöryggi og velferð dýra?

Matvælastofnun óskar eftir að ráða eftirlitsfulltrúa til starfa við heilbrigðiseftirlit í sauðfjárslátrun á komandi hausti. Um er að ræða tímabundin störf í u.þ.b. tvo mánuði á eftirfarandi stöðum:

  • Sláturhús SS á Selfossi
  • Sláturhús KVH á Hvammstanga
  • Sláturhús KS á Sauðárkróki
  • Sláturhús Norðlenska á Húsavík
  • Sláturhús Fjallalambs á Kópaskeri

Eftirlitsfulltrúar munu fá kennslu og þjálfun sem fer fram undir lok ágústmánaðar. Eftirlitsfulltrúar munu einnig eiga möguleika á að bæta við sig þjálfun varðandi heilbrigðiseftirlit í alifuglasláturhúsum.

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju og samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Eftirlitsfulltrúi sinnir fyrst og fremst opinberu eftirliti með heilbrigðisskoðun á kjötskrokkum, dýravelferð og hollustuháttum. Eftirlitsfulltrúar starfa undir ábyrgð og handleiðslu eftirlitsdýralækna viðkomandi sláturhúsa.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sláturhúsastörfum er æskileg
  • Reynsla af umgengni við búfé æskileg
  • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
  • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Áhugi á matvælaöryggi og dýraheilbrigði

Nánari upplýsingar um starfið veitir Freydís D. Sigurðardóttir, deildarstjóri sláturhúsadeildar á netfanginu freydis.sigurdardottir@mast.is eða í síma 530-4800. Sótt er um starfið á Starfatorgi.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars n.k.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í allt að sex mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Sameykis.

Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.


Getum við bætt efni síðunnar?