Fara í efni

Eftirlitsdýralæknir í Suðvesturumdæmi óskast til starfa

Matvælastofnun óskar að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Suðvesturumdæmi með aðsetur í Hafnarfirði. Um er að ræða 100% starf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Í Suðvesturumdæmi starfa sex eftirlits­dýra­læknar, þrír dýraeftirlitsmenn, fjórir eftirlitsmenn með matvælaframleiðslu og héraðsdýralæknir. Starfið er fjölbreytt og eftirlitsdýra­læknir vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn skrifstofunnar en hefur jafnframt umsjón með tilteknum verkefnum samkvæmt starfs­lýsingu.

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju og samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um dýr og matvæli.

Helstu verkefni eru eftirlit með:

 • fjölbreyttri frumframleiðslu
 • starfsemi tengd hrossum svo sem hrossaútflutningi, reiðskólum og hestaleigum
 • gæludýrastarfsemi
 • tilraunadýrastarfsemi
 • heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum
 • velferð dýra, gæludýra sem og búfjár

Jafnframt felast í starfinu sýnatökur og samskipti við opinberar stofnanir.

Hæfnikröfur

 • Dýralæknismenntun og dýralæknisréttindi á Íslandi
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Bílpróf

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ellen Ruth Ingimundardóttir, héraðsdýralæknir á netfanginu ellen.ingimundardottir@mast.is og í síma 480-5300.

Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, prófskírteini og dýralæknaleyfi ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur.

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2024. Sótt er um starfið á Starfatorgi ríkisins.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í sex mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.


Getum við bætt efni síðunnar?