Fara í efni

Eftirlitsdýralæknir í sláturhúsi SV-umdæmis

Matvælastofnun óskar eftir því að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Suðvesturumdæmi með aðsetur í Hafnarfirði. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju og samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum skv. gildandi lögum og reglugerðum á sviði matvæla og dýravelferðar.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Dýralæknismenntun og dýralæknisréttindi á Íslandi
• Krafa að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit í sláturhúsi
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á ensku er skilyrði
• Hæfni í íslensku er kostur
• Góð almenn tölvukunnátta
• Bílpróf

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ellen Ruth Ingimundardóttir, héraðsdýralæknir, á netfanginu ellen.ingimundardottir@mast.is í síma 530 4800. Sótt er um starfið á Starfatorgi. Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og afrit af prófskírteini.

Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2023. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í sex mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.


Getum við bætt efni síðunnar?