Fara í efni

Eftirlitsdýralæknir í Norðvesturumdæmi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða eftirlitsdýralækni í fullt starf í Norðvesturumdæmi frá og með 1. febrúar 2012. 


Helstu verkefni:


  • Heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum í umdæminu
  • Önnur eftirlitsstörf og tilfallandi störf sem starfsmanni kann að vera falin


Menntunar- og hæfniskröfur:


  • Dýralæknismenntun
  • Æskilegt að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum


Nánari upplýsingar um störfin veita Egill Þorri Steingrímsson og Hafsteinn Jóh. Hannessoní síma 530-4800.  Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Eftirlitsdýralæknir“ á netfangið starf@mast.is. Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2012 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur veirð tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.



Getum við bætt efni síðunnar?