Fara í efni

Eftirlitsdýralæknir á inn- og útflutningsdeild

Matvælastofnun auglýsir eftir dýralækni til starfa inn- og útflutningsdeild sem er með aðsetur í Hafnarfirði. Um er að ræða 100% starf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eftirlitsdýralæknisins eru útgáfa heilbrigðisvottorða vegna útflutnings búfjár- og sjávarafurða. Í því felst m.a. mat á gögnum og samskipti við hagaðila. Einnig vinna að aðgengi íslenskra afurða að erlendum mörkuðum. Auk þess önnur verkefni á inn- og útflutningsdeild svo sem eftirlit með innflutningi gæludýra og dýraafurða. Lögð er áhersla á teymisvinnu og umbætur í verklagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Dýralæknismenntun.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Reynsla af matvælavinnslu, sjávarútvegi eða annarri skyldri starfsemi er kostur.
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Ökuréttindi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrund Hólm deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar í gegnum tölvupóst (hrund.holm@mast.is) eða í síma 530 4800. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur. Sækja skal um í Starfatorg.

Umsóknarfrestur er til og með 03. febrúar 2023. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.


Getum við bætt efni síðunnar?