Fara í efni

Eftirlit með lönduðum afla sumarið 2012

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í sumar réði Matvælastofnun til sín fjóra starfsmenn, til eftirlits á höfnum.

Eftirlitið fór fram á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.

Starfsmennirnir mældu hitastig landaðs afla, könnuðu meðferð hans, um borð í bátum, við löndun og á markaði.

Gerðar voru rúmlega 1200 hitastigsmælingar og tæplega 40 hafnir voru skoðaðar.

Hitastigsmælingar

Hitastigsmælingar á lönduðum afla fóru fram í júní og júlí. Meðalhitastig var 3,6°C en mældist hæst í júlímánuði, 4,6°C á Norðurlandi, og 4,5°C Snæfellsnesi. Vestfirðir skáru sig úr hvað varðar kælingu á aflanum, en þar var meðalhitastigið 2,6°C í júlímánuði.  Þá komu yfirburðir krapa, sem kælimiðils, skýrt fram í niðurstöðunum.

Í reglugerð 104 frá 2010 segir að kæla skuli lagarafurðir eins fljótt og hægt er, eftir að þær eru teknar um borð og geyma undir ís við hitastig, sem er nálægt hitastigi bráðnandi íss. Í haust nánar tiltekið, 1. september, taka síðan gildi breytingar á reglugerðinni, þar sem kveðið er á um að hitastig afla skuli vera undir 4°C fjórum klukkustundum eftir að hann hefur verið tekinn um borð; reglugerð 528/2012.

Svo betur má ef duga skal! 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?