Efni með lyfjavirkni í tei
Frétt -
11.10.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á tei vegna þess að það inniheldur lyfjavirkt efni úr plöntunni garðabrúðu sem er B-merkt jurt skv. Lyfjastofnun. Fyrirtækið Te og kaffi hefur stöðvað dreifingu og innkallað teið, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Nánar um vöruna:
- Vöruheiti: I feel calm
- Lotunúmer: til og með 09/2018
- Framleiðandi: Te & kaffi
- Dreifing: Kaffihús Te & kaffi, Fjarðarkaup og Gamla bakaríið
Fyrirtækið biður neytendur sem keypt hafa vöruna að skila henni þar sem hún var keypt.