Efni frá fræðslufundi
Frétt -
30.10.2008
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Efni frá fræðslufundi Matvælastofnunar um Umgengni og hreinlæti í íslenskum fiskvinnslum sem haldinn var 28. október hefur nú verið sett á vefinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður úr könnun á umgengni og hreinlæti í íslenskum fiskvinnslum. Fyrirlesari var Guðjón Gunnarsson fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. |
Góð mæting var á fræðslufundinum og voru líflegar umræður að fyrirlestri loknum. Glærur frá fundinum og skýrslu um könnun á umgengni og hreinlæti í íslenskum fiskvinnslum er að finna á vef Matvælastofnunar, ásamt eldri fyrirlestrum:
Næsti fræðslufundur Matvælastofnunar verður haldinn 25. nóvember nk. og verður fundarefnið auglýst síðar.