Fara í efni

Dýravelferð á Íslandi og í Evrópu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun ber saman dýravelferð á Íslandi og í Evrópu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Evrópustofu um dýravelferð á Íslandi og í Evrópu þriðjudaginn 3. mars kl. 9:00-10:30 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.

Í sáttmálum Evrópusambandsins er það skilyrði sett fram að velferð dýra sé höfð að leiðarljósi við mótun og framkvæmd stefnu sambandsins í lykilmálaflokkum. Á fundinum mun Terence Cassidy, yfirmaður velferðarmála dýra hjá matvælastofnun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fjalla um hvernig þróunin hefur verið í þessum málum í Evrópusambandinu, hvaða hindranir hafa verið í veginum og hvaða aðferðum er beitt til að tryggja að reglum sé fylgt. 

Á fundinum mun jafnframt Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun, bera saman dýravelferðarlöggjöfina á Íslandi við gildandi stefnu Evrópusambandsins í dýravelferðarmálum. Rætt verður um hvaða reglur Evrópusambandins hafa verið innleiddar hér á landi og hvaða áhrif það hefur haft.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?